Creative Business Cup fyrir skapandi frumkvöðla

Ert þú skapandi frumkvöðull?

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili í alþjóðlegu frumkvöðlakeppninni Creative Business Cup. 

Umsóknarfrestur hérlendis var til 14. ágúst og valin fyrirtæki tóku þátt í undanúrslitum Creative Business Cup á Íslandi í september. Frumkvöðlar fá aðstoð sérfræðinga við að undirbúa fjárfestakynningar og skerpa á viðskiptahugmyndinni.

Sigurvegari hérlendis tekur þátt í aðalkeppni Creative Business Cup sem er haldin á ólíkum landi ár frá ári. Síðasta keppni fór fram í Kaupmannahöfn í nóvember 2017 þar sem rúmlega 60 lönd tóku þátt.Keppnisréttinum fylgir flug og gisting fyrir tvo fulltrúa fyrirtækisins. Creative Business Cup er svo miklu meira en bara keppni – þetta er vettvangur sem styður frumkvöðla í skapandi atvinnugreinum, hjálpar þeim að vaxa, tengjast alþjóðlegum fjárfestum, sérfræðingum og mörkuðum.

Í ár var íslenksa fyrirtækið Genki Instruments í 2. sæti í alþjóðlegu keppninni sem er ótrúlega góður árangur, en eins og fyrr sagði voru yfir 60 lönd sem tóku þátt í keppninni. Genki Instuments hefur hannað Wave, hring sem gerir tónlistarfólki kleift að hafa áhrif á tónlistarsköpun og flutning í rauntíma með hreyfingum handarinnar. 

Nánari upplýsingar eru á aðalsíðu keppninnar:

www.creativebusinesscup.com