COSME kynning - samkeppnisáætlun Evrópusambandsins fyrir SME´s

30. janúar 2014

Föstudaginn 31. janúar frá kl. 9:00 - 10:00 fer fram kynning á COSME – samkeppnisáætlun Evrópusambandsins fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki hjá Evrópumiðstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

COSME 2014

Markmið COSME

COSME áætlunin er ætlað að styrkja samkeppnishæfni og sjálfbærni evrópskra fyrirtækja og efla frumkvöðlamenningu til að ýta undir uppbyggingu og vöxt lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þessum markmiðum á að ná á eftirfarandi hátt:

  • Efling frumkvöðlastarfs og frumkvöðlamenningar
  • Bæta aðgengi að mörkuðum, sérstaklega innan Evrópu en einnig á alþjóðlega vísu
  • Bæta regluramma vegna samkeppnishæfni og sjálfbærni evrópskra fyrirtækja,
  • sérstaklega lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar með talinn ferðamannaiðnaðurinn
  • Bæta aðgengi að fjármagni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í formi hlutabréfa og skulda

Dagskrá fundar

  • COSME, samkeppnisáætlun Evrópusambandsins fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki - Kristín Halldórsdóttir, forstöðumaður Evrópumiðstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
  • Kynning á köllum í Horizon 2020 – Elísabet Andrésdóttir, sviðstjóri alþjóðasviðs Rannís
  • Þjónusta Enterprise Europe Network í tengslum við Horizon 2020 köll - Kjartan Due Nielsen, verkefnisstjóri Evrópumiðstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
  • Opið fyrir spurningar


Fundurinn er haldinn í húsnæði Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Árleyni 8 (Austurholt), 112 Grafarvogi. Boðið verður upp á kaffi og kleinur.