Fyrirtækjastefnumót CeBit í mars

31. janúar 2014

Þau fyrirtæki og stofnanir í upplýsingatækni sem eru að leita að samstarfsaðilum gætu fundið þá á tæknisýningunni CeBit í Hannover með hjálp Enterprise Europe Network.

CeBit - mars 2014

Fyrirtækjastefnumót á CeBit tæknisýningunni gefur sýnendum og gestum möguleika á að finna viðskipta- og/eða rannsóknafélaga á fyrirfram bókuðum fundum.

Hægt er að skrá sig til þátttöku til 23. febrúar nk. hér á heimasíðu fyrirtækjastefnumótsins. Skrá með þátttakendum er á síðunni þar sem þeir sem vilja taka þátt geta valið sér aðila til að funda með. Hver fundur er 30 mínútur að lengd og því hægt að bóka fljölmarga fundi á einum degi.

Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á frekari upplýsingum um fyrirtækjastefnumótið á sýningunni er bent á að hafa samband við Gauta Marteinsson verkefnisstjóra á Evrópumiðstöð á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í síma 522 9262 eða með tölvupósti gauti@nmi.is