Tilnefningar til UT verðlauna Ský

10. janúar 2014

Ertu búin/n að tilnefna til UT-verðlauna Ský?

Heiðursverðlaun fyrir framlag til upplýsingatækni á Íslandi

Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) veitir verðlaunin og eru þau að danskri fyrirmynd. Þau hafa verið veitt árlega frá árinu 2010.  Hægt er að tilnefna einstakling eða forsvarsmann fyrirtækis eða verkefnis sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.

Allir í tengslaneti Ský geta sent inn tilnefningar. Valnefndin getur einnig sent inn tilnefningar. Hver aðili getur aðeins sent inn eina tilnefningu og skal hún rökstudd. Eftir að fresti til tilnefninga lýkur velur valnefnd þann aðila sem þykir skara framúr og skal hún vera einróma um valið og rökstyðja það vel.

Skilyrði tilnefninga

Hægt er að tilnefna einstakling eða forsvarsmann fyrirtækis eða verkefnis sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. 

Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.

Eftirtaldar upplýsingar þurfa að fylgja tilnefningum:

  • Tilgreindu þann aðila sem þú telur að hafi skarað framúr á sviði upplýsingatækni og uppfyllir skilyrði tilnefninga
  • Lýstu af hverju þú tilnefnir viðkomandi (afrekið)
  • Nafn og tölvupóstfang þess sem tilnefnir

Tilnefningar skal senda í tölvupósti á  sky@sky.is í síðasta lagi 15. janúar 2014 

Yfirlit yfir fyrri verðlaunahafa UT verðlauna Ský