Vaxtasprotar í Kötlu jarðvangi

28. janúar 2014

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður upp á 38 stunda námskeið þar sem farið er í rekstur fyrirtækja með áherslu á þróun hugmynda, markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Þátttakendur vinna með eigin viðskiptahugmyndir eða breytingar í starfandi fyrirtækjum. Unnið er í samstarfi við atvinnuþróunarfélög og aðra aðila úr stoðkerfi atvinnulífsins á viðkomandi svæði. Námskeiðið er ætlað öllum óháð eðli viðskiptahugmynda, atvinnugreina eða reynslu þátttakenda á sviði atvinnurekstrar.

Kötlu jarðvangurinn

Fjarkennsla og fræðsluefni á skjá

Kennt er að mestu leyti í gegnum tölvur, reiknað er með 17 skiptum í 2-3 tíma í senn.  Þátttakendur sitja við tölvur þar sem þeir eru staddir,  sjá fræðsluefni á skjánum og eru í stöðugu símasambandi við kennara, geta spurt og tekið þátt í umræðum. Einnig má safnast saman á fræðasetrum svæðisins; Kötlusetur, Kirkjubæjarstofu eða í Fræðslunetinu á Hvolsvelli. Fyrirlestrarnir verða teknir upp svo hægt verður að horfa á fyrirlesturinn síðar, en þátttakendur eru hvattir til að fylgjast með í beinni útsendingu til að geta tekið þátt í umræðum.

Þrír kynningarfundir innan jarðvangsins

Kynningarfundur um námskeiðið verður haldinn miðvikudaginn 29. janúar á þremur stöðum innan jarðvangsins, í Fræðslunetinu á Hvolsvelli kl 12.00, Kötlusetri í Vík kl 16.00 og á Kirkjubæjarstofu á Klaustri kl 20.45. Allir eru velkomnir á kynningarfundinn sér að kostnaðarlausu, hægt verður að skrá sig á námskeiðið á staðnum eða hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða í tölvupósti steinunnosk@fraedslunet.is

Verðá námskeiðið aðeins 18.000 kr.

Nánari upplýsingar fást hjá Rannveigu í síma 857 0634 og rannveig@katlageopark.is. Ítarlegri dagskrá og tímasetningar er að finna á heimasíðu Fræðslunetsins www.fraedslunet.is.

Vonumst til að sem flestir íbúar jarðvangsins nýti sér þetta frábæra tækifæri til að koma hugmyndum sínum af stað eða þróa núverandi rekstur með aðstoð færustu sérfræðinga.