Ráðstefna um aðgengi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja að fjármagni

05. nóvember 2014

Ráðstefna um aðgengi íslenskra nýsköpunar- og sprotafyrirtækja að fjármagni verður haldin 11. nóvember næstkomandi að frumkvæði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Enterprise Europe Network á Íslandi í samvinnu við lykilaðila í stoðumhverfi nýsköpunar hér á landi. Aðgengi að fjármagni er íslenskum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum afar mikilvægt í öllu þeirra vaxtarferli. Það hvernig þeim tekst til með fjármögnun hefur einnig áhrif á  hagvöxt  landsins með margvíslegum hætti.

Ráðstefnan er öllum opin, án endurgjalds en nauðsynlegt er að skrá sig hér.

 Ráðstefna um aðgengi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja að fjármagni

Skráning á ráðstefnuna