Fab Lab áfram í Breiðholti

24. mars 2017

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undirrituðu í gær samning um áframhaldandi samstarf um rekstur Fab Lab smiðju í Breiðholti.

Auk nemenda í FB koma í smiðjuna einnig háskólanemendur, listafólk, íbúar Breiðholts og almenningur til þess raungera hugmyndir sínar með hjálp stafrænnar tækni.

Fab Lab smiðjan var opnuð í Breiðholti árið 2014 og var þá fyrst í Eddufelli en flutti í ný  húsakynni í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á síðasta ári.

Fab Lab smiðjan er vel nýtt af borgarbúum en um  50 grunnskólar í Reykjavík nýta sér smiðjuna á hverju á ári.  Yfir 1300 nemendur fá kennslu í smiðjunni árlega og yfir 220 kennarar hafa heimsótt smiðjurnar með nemendum sínum.

Dæmi um áhugaverð verkefni sem unnin hafa verið í Fab Lab smiðjunni í Reykjavík eru róbótar, drónar, tæknifatnaður, landslagslíkön og ýmis konar rafeindabúnaður.

Verkefnastjóri Fab Lab Reykjavíkur er Linda Wanders

  • Samningur í höfn. 
  • FabLab gleði og sköpunarkraftur
  • Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti 
  • Frosti Gíslason frumkvöðull í FabLab smiðjum
  • Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru ánægð með samstarfið
  • Áframhaldandi samstarf um FabLab handsalað
  • Mikill fjöldi grunnskólanema sækir FabLab smiðjuna 
  • Samningur í höfn. 

  • FabLab gleði og sköpunarkraftur