Nýsköpunarþing 2017 - síðustu forvöð að skrá sig

24. mars 2017

Ny ́sko ̈punarþing 2017 Mail Chimp

Skráning er hafin á Nýsköpunarþing 2017 - smelltu hér og skráðu þig.

Nýsköpunarþing Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins verður haldið fimmtudaginn 30. mars á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.30-10.30.

Nýsköpunarverðlaun Íslands 2017 verða afhent á þinginu.

Þema þingsins í ár er Draumaland nýsköpunar. Kynnt verður glæný úttekt á nýsköpunarumhverfinu á Íslandi að fyrirmynd MIT tækniháskólans í Boston. MIT hefur þróað frumkvöðlahraðal fyrir landsvæði sem kallaður er REAP (Regional Entrepreneurship Acceleration Program) og miðar að því að bæta umhverfi frumkvöðlastarfs. Ísland tekur þátt með því að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem styrkja umhverfið og skapa grunn fyrir öflugan og nýsköpunardrifinn frumkvöðlageira. Slík vinna ætti að leiða til fjölgunar á íslenskum þekkingarfyrirtækjum sem eru samkeppnisfær á alþjóðavísu.