SEB jewellery sækir á Þýskalandsmarkað

14. mars 2017

IMG_3124

Edda Bergsteinsdóttir, gullsmiður og eigandi skartgripamerkisins SEB jewellery hlaut styrk úr Átaki til atvinnusköpunar síðastliðið haust vegna verkefnisins SEB jewellery á Inhorgenta Munich 2017. Inhorgenta er ein af stærstu skartgripasýningum í Evrópu sem haldin er ár hvert í München. Sýninguna sækja um 26 þúsund manns frá 75 löndum.

Eftir að hafa fengið hvatningu og jákvæð viðbrögð frá innlendum og erlendum fagaðilum um að kynna SEB á erlendum markaði, ásamt góðum viðtökum og hröðum vexti á íslenskum markaði síðastliðin tvö ár ákvað Edda að taka þátt í þessari alþjóðlegu skartgripasýningu. Edda stefnir á frekara sýningarhald bæði hér heima og erlendis og þátttöku á Inhorgenta Munich að ári liðnu. Með aðgangi að stærra markaðssvæði verður til tækifæri fyrir áframhaldandi uppbyggingu á vörunni og auknu vöruúrvali. Viðtökurnar sem skartgripirnir fengu voru góðar og sölustaðirnir eru nú þegar orðnir tveir í Þýskalandi.

www.seb.is

www.facebook.com/SEB-Jewellery-795889340502448/

SEB_Inhorgenta _2017_005