Vel sótt sýning ungra frumkvöðla um helgina

03. apríl 2017

_MG_1376

Eliza Reid, forsetafrú ræðir hér við einn ungan frumkvöðul á sýningunni MYND/Andri Marinó

Vörumessa Ungra frumkvöðla fór fram í Smáralind um helgina. Fjöldi fólks lagði þangað leið sína og skoðaði vörur og þjónustu sem framhaldsskólanemar hafa unnið að en 63 örfyrirtæki um 300 framhaldsskólanema tóku þátt í vörumessunni.

15 fyrirtæki ungra frumkvöðla komast í úrslitakeppni sem fer fram 25. apríl og mun sigurvegarinn í þeim úrslitum verða fulltrúi Íslands í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla.

Verðlaunin sem afhent voru að þessu sinni voru eftirfarandi

Fallegasti sýningarbásinn
Fyrir hafið (Fjölbrautaskólinn í Garðabæ)
Fjölnotaburðarpoki sem er handgerður úr endurunnu fiskineti. Hluti ágóðans rennur til Bláa hersins, sem hreinsar strendur Íslands.

Mesta nýsköpunin
Meira (Verzlunarskóli Íslands)
Viðskiptahugmynd: Meira er sparnaðarþjónusta í appi sem höfðar til ungu kynslóðarinnar á einfaldan og skemmtilegan máta, fólk einfaldlega stimplar inn markmið sín og við hjálpum notendum að ná þeim.

Bestu markaðs- og sölumálin
Móðey (Verzlunarskóli Íslands)
Viðskiptahugmynd: Framleiðir rakadræga poka frá grunni sem koma í veg fyrir myndun móðu í bílum.
https://www.facebook.com/Modey.inc/

Besti Sjó-Bisnessinn
Katla cosmetics (Fjölbrautaskólinn í Armúla)
Viðskiptahugmynd: Sér-íslenskar baðbombur með vottun til nátturunnar, Bomburnar eru unnar úr kollageni sem er ábyrgt fyrir þéttleika, teygjanleika, mýkt og raka húðarinnar. Kollagen er unnið úr fiskroði sem annars væri fargað og því tilvalið að nýta flestar afurðir fisksins. https://www.facebook.com/pg/Katlacosmetics