Stríðsárasafn með leiðsögn frá Locatify

19. maí 2017

WWII (1)

Íslenska stríðsárasafnið hefur verið útbúið með sjálfvirkri hljóðleiðsögn í snjallsímum sem fyrirtækið Locatify setti upp. Safnalausnin veitir líflega viðbót við sýningu safnsins en gestir geta hlustað á frásagnir um hvernig stríðið horfði við íbúum Reyðarfjarðar og hermönnum í setuliðinu, sem virkjast á þeim svæðum á sýningunni sem þeir eru staddir á. Safnalausn Locatify er byggð á íslensku hugviti en fyrirtækið sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum tengdum staðsetningu. Locatify hefur aðsetur í Kveikjunni í Hafnarfirði, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Gestir ganga um með síma og heyrnartól og sogast inn í sögur af stríðinu

Þegar gestir koma inn á safnið er þeim rétt heyrnartól og snjallsími í hálsól. Gesturinn skoðar safnið og hlustar á sögur um leið, sem tilheyra sérhverju sýningarsvæði. Sjálfvirka smáforritið tengist blátannasendum, sem settir voru upp á vettvangi, og kveikir sjálfkrafa á hljóðskrám þegar gestir nálgast ákveðin svæði. Eins og sögurnar eru framsettar, nýtur gesturinn þess að kanna safnið án þess að þurfa að huga að tækinu. Ef gesturinn vill hins vegar frekari upplýsinar þá eru þær tiltækar á skjánum, auk mynda og ítarefnis.

Uppsetning senda krefst nákvæmni, efnisvinna í höndum starfsmanns Fjarðabyggðar

Sjálfvirka safnaforritið er sett upp á 20 Android símum sem eru stilltir á þann hátt að einungis er hægt að nota leiðsögnina í tækinu. Í appinu er sérsniðið kort af safninu þar sem hver stöð er merkt inná ýmist sem virk eða óvirk, til að skilgreina á hvaða svæði gestirnir eru staðsettir. Allt efni sem birtist á stöðvunum er sett upp í appumsjónarkerfi Locatify en Birgir Jónsson starfsmaður Fjarðabyggðar vann það verk. Vandað var til handritsgerðar og hljóðvinnslu. Til að tryggja nákvæma staðsetningu og góða upplifun notandans þarf að huga að fjölmörgum atriðum.Við uppsetningu á sendunum þurftu að fara fram nákvæmar prófanir á styrk merkjasendinga og skoða þurfti hvernig umhverfið hefur áhrif á mælingar til að ákvarða staði senda og réttan radíus sendinga. 

Forritið inniheldur hljóð og texta, bæði á ensku og íslensku, en mögulegt er að bæta við öðrum tungumálum síðar í gegnum umsjónarkerfi Locatify. Sniðmát voru sérútbúin fyrir safnið en valin voru mismunandi lit sniðmát sem ríma við stöðvarnar á kortinu með táknum sem tengjast sýningunni. Myndir frá stríðinu renna yfir skjáinn og texti er við hverja stöð.

DSC_0218-1-min (1)

Minjar um óvenjulega tíma í lífi íslensku þjóðarinnar glæðast enn meira lífi með sjálfvirkum frásögnum

Gestir Íslenska stríðsárasafnsins hverfa rúm 70 ár aftur í tímann, allt aftur til 5. áratugarins þegar heimsstyrjöldin síðari geisaði. Sýningar safnsins gera þessu tímabili vönduð skil, bæði út frá sjónarhóli hins almenna hermanns í setuliði bandamanna og íbúa Reyðarfjarðar. Safnið er staðsett í bragga sem var hluti af stórum spítalakampi. Líkan af kampnum má sjá ásamt aðstöðu óbreyttra hermanna og yfirmanna. Fjöldi upprunalegra muna glæða safnið lífi og veita óvenjulega innsýn í þessa löngu liðnu tíma, þá ógn sem stöðugt vofði yfir en einnig hversdagslegar aðstæður og tískustrauma. Íslenska stríðsárasafnið geymir minjar um óvenjulega tíma í lífi íslensku þjóðarinnar sem nú glæðast enn meira lífi með sjálfvirkum frásögnum af þessum merku tímum.

Fréttir af uppsetningunni á ensku á vef Locatify

Aðrar uppsetningar á sjálfvirkri safnalausn Locatify

Þórbergssetur  –Hali
Eldheimar
 –Vestmannaeyjar
Face of Britain Exhibition
 -National Portrait Gallery, London
Zoom into Nano
 –Science World, British Columbia

WWII442-1024x 786 (1)