Vinnustofa fyrir klasastjóra

26. maí 2017

Vinnustofa fyrir klasastjóra

Haldin verður vinnustofa fyrir reynda klasastjóra 8. og 9. júní nk. í Osló á vegum BSR Stars samstarfsins. BSR Stars samstarfið er leiðandi aðili í að styrkja samkeppnishæfni þjóða á stór Eystrasaltssvæðinu í gegnum alþjóðavæðingu og klasasamstarf. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur verið þátttakandi fyrir Íslands hönd í þessu samstarfi. Á vinnustofunni verður lögð sérstök áhersla á alþjóðavæðingu klasa og áskoranir henni tengdri. Reynslumiklir fyrirlesarar munu leiða vinnustofuna en gert er ráð fyrir að allir taki virkan þátt og deili reynslu sinni.

Hvenær:

Vinnustofan hefst 8. júní kl. 12:00 og lýkur kl. 14:00 þann 9. júní.

Staður:

Hotel Scandic Fornebu, Martin Linges vei 2, Fornebu Osló. Þar er einnig upplagt að gista á meðan vinnustofunni stendur.

Kostnaður:

Það kostar ekkert að taka þátt í vinnustofunni en það þarf að skrá sig. Ef þátttakandi er skráður en mætir ekki án þess að boða forföll innan 24 tíma þá verða 300 evrur rukkaðar.

Skráning:

Skráning þarf að berast fyrir 29. maí á netfangið kan@clusterexcellencedenmark.dk, Kasper Nielsen stjórnandi alþjóðavæðingar hjá Cluster Excellence Danmörku s. +45 50 94 93 33

Nánari upplýsingar má finna í meðfylgjandi kynningarbréfi og hjá Örnu Láru Jónsdóttur verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, arnalara@nmi.is

 Invitation _Workshop _Oslo -1