Kynning á Eurostars styrkjum 15. júní

08. júní 2017

Eurostars

Eurostars _Logo

Kynning á Eurostars styrkjakerfinu verður fimmtudaginn 15. júní 2017 kl. 9 í Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Árleyni 8, 112 Reykjavík. 

 DAGSKRÁ kynningarfundarins má skoða hér. 

Hér er hægt að skrá sig á Eurostars kynningu fimmtudaginn 15. júní 2017

Eurostars er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun.

Eurostars-verkefni eru rannsóknar- og þróunarverkefni sem geta verið á hvaða tæknisviði sem er. Þau eiga að vera til almenningsnota en ekki hernaðarnota. Markmið þeirra sé þróun á nýrri vöru, ferli og þjónustu. Eurostars-verkefni eru samstarfsverkefni milli a.m.k. tveggja lögaðila frá tveim Eurostars-löndum sem taka virkan þátt í áætluninni. Auk þess er skilyrði að aðalumsækjandinn í verkefninu sé lítið eða meðalstórt fyrirtæki (LMF) sem stundar sjálft rannsóknir og þróun og sé frá einu af Eurostarslöndunum. Fjármögnun verkefnanna er að mestu leyti frá þátttökulöndunum, á Íslandi frá Tækniþróunarsjóði en ESB leggur til viðbótar "top-up" til Eurostars-áætlunarinnar.