Ný námskeið að hefjast á Brautargengi

25. ágúst 2017

Brautargengi hefst á Akureyri og í Reykjavík í september

Brautargengi er námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur en einnig hentar námskeiðið fyrir konur sem eru í atvinnurekstri en vilja auka rekstrarþekkingu sína. Konurnar vinna með hugmynd sína, skrifa heildstæða viðskiptaáætlun undir leiðsögn sérfræðinga og læra um stofnun og rekstur fyrirtækja. Meginskilyrði eru að þátttakandi hafi viðskiptahugmynd til að vinna með, sé að hefja rekstur eða sé nú þegar í rekstri. 

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningarform er að finna hér