Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

08. september 2017

NYPicture

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Nordic Innovation House í New York er ætlað fyrirtækjum sem sækja á Bandaríkjamarkað og vilja góða aðstöðu og tengslanet á staðnum.

Fyrirtækjasetrið í New York er samstarfsverkefni Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, Íslandssstofu og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Í boði er fjölbreytt skrifstofuaðstaða á hagstæðum kjörum, á nokkrum stöðum í New York, með þráðlausu neti, fundaraðstöðu, prenturum og kaffistofu, auk aðgangs að stuðningi og ráðgjöf sérfræðinga. Aðstaða og þjónusta af þessu tagi við fyrirtæki gengur undir enska heitinu „soft landing“.

Í samstarfi við WeWorks getur NIH-NY boðið íslenskum fyrirtækjum að velja um meira en 40 staði í New York og víðar.

Upplýsingar um setrið í New York og svipaða aðstöðu á vegum Nordic Innovation House í Silicon Valley veitir Berglind Hallgrímsdóttir hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands: berglindh@nmi.is

Allar nánari upplýsingar um verð, aðbúnað og kröfur til fyrirtækja, er að finna á á vef Nordic Innovation House. 

www.nordicinnovationhouse.com/softlanding-ny

Hægt er að sækja um aðstöðu í Nordic Innovation House á vefnum.
www.nordicinnovationhouse.com/apply-ny