Framtíðin - Yfirburðastaða á markaði

05. október 2017

Rene _2017

Hvernig geta fyrirtæki náð yfirburðastöðu á framtíðarmörkuðum?

Framtíðarfræðingurinn René Rohrback mun kynna Íslendingum hvernig fyrirtæki geta náð yfirburðarstöðu á markaði með því að horfa kerfisbundið til framtíðar. René byggir aðferðir sínar á hagnýtri reynslu úr atvinnulífinu m.a. fyrir Volkswagen og Deutsche Telekom og víðtækum samanburðarrannsóknum 500 ólíkra fyrirtækja. Hann mun sýna okkur dæmisögur og hagnýt verkfæri til að byggja upp getu innan fyrirtækja sem vilja takast á við framtíðaráskoranir.

Föstudaginn 3. nóvember kl. 9:00 til 11:30 
í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19

Verð kr. 3.500 ,-

Skráðu þig hér.