Frumgerðin opnuð á Nýsköpunarmiðstöð

14. nóvember 2017

Frumgerðin var opnuð á Nýsköpunarmiðstöð á dögunum.  Frumgerðin er fullbúið verkstæði til fumgerðasmíðar sem býður upp á fyrsta flokks véla- og rafmagnsverstæði sem hentar fullkomnlega til frumgerðasmíða.

Frumgerðin er hugsuð fyrir alla þá sem hafa hugmynd að nýrri vélbúnaðarlausn og vilja láta þá hugmynd verða að veruleika.

Frumgerðin er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reon ehf. og er rekið með það að markmiði að auka nýsköpun í verkfræðitengdum iðnaði á Íslandi.

RUV kíkti í heimsókn og fjallaði um málið í kvöldfréttum - hér má sjá þá umfjöllun.

23376492_327495224397554_7136194779362860682_n
Frá heimsókn RUV í Frumgerðina