TINC tæknihraðall í Silcion Valley

08. desember 2017

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir framúrskarandi íslenska tæknisprota í öflugt hraðalsverkefni í Silicon Valley sem stendur yfir í fjórar vikur

Þetta er einstakt tækifæri til að sannreyna viðskiptamódelið og möguleika vörunnar á alþjóðlegum markaði, með minni áhættu, á styttri tíma og með minni tilkostnaði. 

Fyrirtækin sem verða valin þurfa að standa undir kostnaði við ferðir og uppihald tveggja starfsmanna í fjórar vikur í Bandaríkjunum, en fá jafnframt myndarlegan styrk. Styrkurinn stendur undir sjálfu námskeiðsgjaldinu, sem er umtalsvert fyrir hvern þátttakanda. 

Mikilvægar dagsetningar: 

Umsóknafrestur er til 15. janúar 2018

Dagsetningar fyrir hraðallinn:

"kick-off" í Osló:  20. og 21. mars

4 vikur TINC í Silicon Valley: 16. apríl - 10. maí.

Nánari upplýsingar og umsókn má nálgast hér:

http://nmi.is/frumkvoedlar-og-fyrirtaeki/styrkir/tinc/

TINC02