Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki

Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Hér er á einum stað hægt að leita aðstoðar um allt sem við kemur viðskiptahugmyndum og almennum rekstri fyrirtækja. Hægt er að leita til sérfræðinga á ýmsum sviðum um leiðsögn og upplýsingar varðandi mismunandi þætti hugmynda, reksturs og samstarf erlendis.

Hafðu samband í síma 522 9000 eða á netfangið arnalara@nmi.is fyrir nánari upplýsingar.