Verk-Smiðjan - Frumkvöðlasetur á Akureyri

Verk Smiðjan

Á Akureyri er starfrækt frumkvöðlasetrið VERK-SMIÐJAN. Að setrinu standa Akureyrarbær og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Tilgangur með rekstri frumkvöðlasetursins er að styðja við nýsköpun í atvinnulífi bæjarins. Frumkvöðlasetri er ætlað að auðvelda frumkvöðlum að raungera viðskiptahugmyndir sínar og hraða ferlinu frá því að hugmynd verður til og þar til rekstur hefst. Setrinu er ætlað að veita frumkvöðlum og fyrirtækjum aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf til að vinna að nýsköpun og framþróun viðskiptahugmynda. 

Hvað felst í því að vera á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands?

  • Leiga á skrifstofu- og/eða rannsóknaraðstöðu gegn vægu gjaldi og aðgangur að fundaaðstöðu
  • Fagleg ráðgjöf og stuðningur frá sérfræðingum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
  • Skapandi umhverfi og öflugt tengslanet 
  • Fræðslufyrirlestrar og upplýsingagjöf um þætti sem skipta máli í frumkvöðlaumhverfinu

Umsókn um aðstöðu á frumkvöðlasetri á Akureyri