Nordic Innovation House

Nordic Innovation House, frumkvöðlasetur fyrir norræn frumkvöðlafyrirtæki, opnaði fyrir skemmstu í Kísildal í Kaliforníu. Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og systurstofanana á Norðurlöndunum. Samstarf á milli heimshluta getur skilað vexti heima og á alþjóðamörkuðum eins og raunin hefur verið hjá fyrirtækjum eins og Skype og Rovio, sem skapað hafa þúsundir starfa í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.

Logo Nordic Innovation HouseNordic Innovation House- anddyri

Nordic Innovation House er staðsett á 470 Ramona Street í Palo Alto 

“Á Norðurlöndunum þrífst mjög lifandi tæknisamfélag sem hefur leitt af sér mörg fremstu tæknifyrirtæki heims eins og Ericsson og Nokia. Nýverið hafa svo fyrirtæki eins og MySQL, Rovio, Opera Software, ForgeRock and Spotify verið að bætast í hópinn" sagði Anne Lidgard, framkvæmdastjóri Vinnova sem er ein stofnananna sem kemur að rekstri nýja frumkvöðlasetursins. "Tilkoma Nordic Innovation House og þess samfélags sem þar mun skapast gerir okkur kleift að draga úr þeim hindrunum sem oft verða á vegi frumkvöðla. Einnig mun samstarfið mögulega ryðja veginn fyrir ný fyrirtæki sambærileg Skype og Zendesk og hjálpa þeim að ryðjast inn í viðskiptalíf Kísildalsins. Þar að auki leiðum við frumkvöðlana saman við þekkingar- og reynslumikla ráðgjafa, net fjárfesta og fjármögnunarmöguleika, til viðbótar við önnur viðskiptatækifæri."

Nordic Innovation House -salur

Aðstaða frumkvöðlanna á setrinu er glæsileg

”Nýsköpunarmiðstöð Noregs átti frumkvæði að opnun Nordic Innovation House en ákveðið var að útvíkka starfsemina og bjóða frumkvöðlum frá öllum Norðurlöndunum að taka þátt. Með því móti erum við að styrkja frumkvöðlasamfélag okkar gríðarlega, fjölga öflugum frumkvöðlafyrirtækjum og styrkja tengslanet þeirra og okkar. Í augnablikinu hýsum við 45 fyrirtæki og vonumst til að auka fjöldann verulega innan árs “ segir Gro Eirin Dyrnes framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Noregs í San Francisco og Kísildal.

Nordic Innovation House innanhúss

Skapandi og skemmtilegt umhverfi einkennir frumkvöðlasetrið

“Við á Nýsköpunarmiðstöð Íslands erum ákaflega spennt fyrir samstarfinu. Tilkoma þess mun vonandi styrkja frumkvöðlasamfélag okkar hérlendis til muna og verða stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki framtíðarinnar. Í Kísildal eru tækifæri sem ekki bjóðast hérlendis en eru engu að síður nauðsynleg fyrir mörg okkar frumkvöðlafyrirtækja. Með frumkvöðlasetrinu erum við vonandi að færa fyrirtækin nær sterkum fjárfestingarsjóðum, englafjárfestum og því afar öfluga tengslaneti sem einkennir samfélagið í Kísildalnum”, segir Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Eitt íslenskt frumkvöðlafyrirtæki hefur nú þegar tryggt sér aðstöðu innan veggja Nordic Innovation House. Það fyrirtæki heitir ApOn og hefur einnig aðsetur í frumkvöðlasetrinu Hlemmi - Setri skapandi greina. Þeir sjá mikil tækifæri í því að hafa aðsetur líka í Kaliforníu og telja umhverfið í setrinu vera eins og best verður á kosið. Fleiri íslensk fyrirtæki munu svo eflaust bætast fá aðstöðu í Nordic Innovation House á næstunni. 

Nánari upplýsingar um Nordic Innovation House má finna á www.nordicinnovationhouse.com á Facebooksíðu setursins og Twitter. Berglind Hallgrímsdóttir er tengiliður verkefnisins og veitir upplýsingar um setrið. Netfang hennar erberglindh@nmi.is 

Norrænir frumkvöðlar sem hafa áhuga á að starfa innan veggja Nordic Innovation House geta lagt inn umsókn á slóðinni http://www.nordicinnovationhouse.com/apply . 

Logo samstarfsaðila Nordic Innovation House