Ratsjáin

Stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum gefst nú kostur á að taka þátt í spennandi nýsköpunar og þróunarverkefni sem nefnist Ratsjáin. Í Ratsjánni taka stjórnendur þátt  í þróunarferli sem eflir þekkingu og hæfni þeirra á sviði fyrirtækjareksturs. Verkefninu er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum. 

Markmið
Með þátttöku sinni fá stjórnendur þjálfun og þekkingu sem snýr að betri miðlun upplýsinga, aukinni hæfni í greiningu á rekstri fyrirtækisins og  úrbótaskýrslu með tillögum að nauðsynlegum aðgerðum. Stefnt er að því að gæði, fagmennska og ábyrg stjórnun verði hluti af stefmumótunarferli hvers fyrirtækis.  

Framkvæmd
Færir sérfræðingar, hver á sínu sviði, verða fengnir til að miðla reynslu sinni og þekkingu. Það er því til mikils að vinna fyrir fyrirtæki að sækjast eftir þáttöku. Kostnaði verður haldið í lágmarki en fyrirtæki greiða 150 þúsund kr. þátttökugjald auk ferða og uppihaldskostnaðar vegna vinnufunda. Gera má ráð fyrir 8 ferðum á tímabilinu auk þess sem þáttakandi tekur einu sinni á tímabilinu á móti öllum hinum.

Til þess að svona verkefni geti orðið að veruleika þarf sterka bakhjarla og með stuðningi Landsbanka Íslands, Valitor, Félagi Ferðaþjónustubænda og Ferðamálastofu er verkefninu nú hrint í framkvæmd af Íslenska ferðaklasanum og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem hvor um sig leggur til sérfræðinga til verkefnisins. 

Upplýsingar um verkefnið má finna vefsíðu verkefnisins á ratsjain.is

Allar nánari upplýsingar veita:

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir klasastjóri Íslenska ferðaklasans, s: 861-7595, mail: asta.kristin@icelandtourism.is

Sigríður Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í s: 522-9462, mail: sirry@nmi.is