Sóknarbraut

Námskeiðslýsing

Sóknarbraut er hagnýtt námskeið um rekstur fyrirtækja með áherslu á þróun hugmynda, markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, einstaklingsbundinni handleiðslu og verkefnavinnu.

Boðið er upp á námskeiðið innan ákveðinna svæða landsins hverju sinni.

Hverjum er námskeiðið ætlað?

Námskeiðið Sóknarbraut hentar sérstaklega vel einstaklingum sem starfa sem stjórnendur í minni fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hug á að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmynd eða stofna eigið fyrirtæki.

Markmið

Tilgangur námskeiðs er að brúa bilið milli hugmyndar að fyrirtæki og framkvæmdar. Að námskeiðinu loknu hafa þátttakendur:

  • Þróað eigin hugmyndir sínar um atvinnurekstur og komið þeim á framkvæmdastig
  • Kynnst grundvallaratriðum er varða stofnun og rekstur fyrirtækja
  • Öðlast hagnýta þekkingu á þáttum er lúta að markaðsmálum, fjármálum og stjórnun
  • Skrifað viðskiptaáætlun fyrir sína hugmynd

Kennslufyrirkomulag

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og  vinnusmiðjum þar sem þátttakendur vinna að þróun sinna verkefna. Námskeiðinu lýkur með kynningu þátttakenda á verkefni sínu og útskrift.

Inntökuskilyrði og kostnaður

Sóknarbraut er opin jafnt körlum sem konum og ekki er gerð krafa um sérstaka undirbúningsmenntun. Eingöngu er gerð sú krafa á þátttakendur að þeir hafi viðskiptahugmynd til að vinna með á meðan námskeiði stendur. Námskeiðið kostar 35.000 kr. og eru öll námskeiðsgögn innifalin. Umsækjendum er bent á að kanna möguleika á styrk frá sínu stéttarfélagi.

Skráning og frekari upplýsingar

Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi.  Nánari upplýsingar um dagskrá og efnistök námskeiðsins má nálgast hjá Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra: annagudny@nmi.is / 522 9431