Stofnun fyrirtækja, skattar og tollar

Það er ýmislegt sem ber að hafa í huga varðandi stjórnsýslulegar skyldur fyrirtækja og það borgar sig að hafa allt á hreinu frá upphafi.

Þú getur vel rekið fyrirtækið á þinni eigin kennitölu til að byrja með, en engu að síður verður að fara eftir þeim reglum sem skattalög kveða á um. Töluverður munur er á rekstrarformi fyrirtækja og því nauðsynlegt að skoða vel hvað hentar best þínum rekstri. Einnig ber að hafa í huga að oftast þarf einhverskonar leyfi, vottun eða löggildingu áður en rekstur fyrirtækis getur hafist.