Skattar og gjöld

Huga þarf vel að þeim skyldum sem skattalög kveða á um.

Eitt af því sem huga þarf að og rannsaka vel þegar farið er í rekstur eru skattar og gjöld. Helstu skyldur atvinnurekenda í skattalegu tilliti eru skráningaskylda, bókhald og skattaskil. Má þar nefna tekjuskatt fyrirtækja, reiknað endurgjald, virðisaukaskatt, launatengd gjöld á borð við tryggingagjald, sem og sértæka skatta eins og gistináttagjald, búnaðargjöld og fleiri gjöld.

Heimilt að reka fyrirtæki á sinni eigin kennitölu og getur það verið gott fyrirkomulag ef reksturinn er ekki verulegur. Ekki þarf að virðisaukaskrá reksturinn ef hann er undir 1.000.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili frá því að reksturinn hefst. Engu að síður er skylt að gefa upp allar þær tekjur sem verða af rekstrinum á skattaframtali.

Hafa ber  í huga að ef mikill startkostnaður fellur til við reksturinn, til dæmis varðandi tækjakaup, getur borgað sig að stofna kennitölu í kringum reksturinn strax í upphafi. Athugið að mismunandi fyrirtækjaform greiða mis háa tekjuskatta og velja ber fyrirtækjaformið eftir því sem hentar hverjum rekstri fyrir sig.

 Ríkisskattstjóri miðlar tæmandi upplýsingum á þessu sviði vefsvæði sínu.