Tollamál

Þegar þú hyggur á flutning afurða á milli landa er ýmislegt sem þú þarft að hafa í huga sem varðar tollamál. 

Innflutingur
Þegar vara er flutt inn til landsins þarf að kanna hvort hún sé leyfisskyld. Farmskrá hjá farmflytjanda og fær þar sendingarnúmer til að auðkenna sendinguna í tollakerfi embættisins. Innflytjandi biður um að varan verði tollafgreidd með því að skila inn aðflutningsskýrslu.

Hafa ber í huga að ekki er leyfilegt að afhenda vöruna nema að nauðsynleg skjöl liggi fyrir, til dæmis vörureikningur og leyfi og að aðflutningsgjöld hafi verið greidd eða skuldfærð. Með reiknivél Tollstjóra getur þú reiknað út hversu mikil innflutningsgjöld þú þarft að greiða af vörunni sem þú hyggst flytja inn til landsins. 

Útflutningur
Þó að vöruútflutningur er almennt frjáls hér á landi er í ákveðnum tilvikum nauðsynlegt að fá sérstakt útflutningsleyfi. Vert er að kynna sér vel hvaða vöruflokkar falla undir þessi lög á vefsíðu Tollstjóra og hvaða leyfi þarf að afla sér til að uppfylla þær kröfur sem settar eru.

Fríverslunarsamningar
Þátttaka Íslands í alþjóðaviðskiptum byggir á viðskiptasamningum og fríverslunarsamningum. Ísland er aðili í fjölda fríverslunarsamninga, til dæmis milli ESB, EFTA-ríkjanna (Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss) og Kína.

Í samningum um fríverslun samþykkja aðilar að fella niður tolla af vörum sem framleiddar eru innan samningssvæðisins. Til að njóta tollafríðinda á grundvelli samninganna verður að sýna fram á að varan sé upprunalega framleidd á Íslandi. Vörunni þarf því að fylgja upprunnavottorð í formi EUR1 skírteinis sem Tollstjóri gefur út, upprunayfirlýsing frá viðurkenndum útflytjanda. Fyrir smærri sendingar (undir $600) er nóg að hafa skrifa á vörureikning að um upprunavöru sé um að ræða.

Upprunareglur fyrir sjávar- og landbúnaðarafurðir eru strangari en fyrir aðrar vörur.

Íslandsstofa veitir fyrirtækjum alhliða útflutningsþjónustu sem miðar að því að styrkja stöðu þeirra í erlendir markaðssókn og á sviði útflutnings.

Nánari upplýsingar um tollamál og önnur mál sem koma að útflutningi íslenskra vara má finna á vef Íslandsstofu sem og á Tollstjóraembættisins.