Hópfjármögnun

Hópfjármögnun verður sífellt algengari aðferð til fjármögnunar sportafyrirtækja og víða um heim eru margir hópfjármögnunaraðilar.Þeir þekktustu eru líklega Kickstarter, GoFundMe og Indiegogo. Íslenska fjármögnunarsíðan Karolinafund hefur einnig notið gríðarlegra vinsælda hér á landi og er í samstarfi við aðrar norrænar fjármögnunarsíður.

Hópfjármögnun virkar þannig að verkefnið er sett upp á vefinn og ákveðið fjármögnunar- og tímamarkmið sett. Fyrir ákveðið fjármagn getur neytandi til dæmis keypt vöru áður en hún hefur verið framleidd, fengið einhverja ákveðna gjöf í staðinn eða jafnvel fengið hlut í fyrirtækinu, allt eftir því hvernig verkefnið er sett upp.

Þessi fjármögnunarleið hefur reynst vel fyrir verkefni sem af einhverjum ástæðum þykja ekki sérstaklega fjárfestingarvæn, en eru engu að síður með sniðugar lausnir eða vörur sem neytendur vilja sjá á markaði. Hópfjármögnun getur gegnt hlutverki „proof of concept“ fyrir frekari fjárfestingar. Ef frumkvöðull getur sýnt fram á að ákveðinn fjöldi er tilbúinn að kaupa vöruna gefur það ákveðna vísbendingu um framtíðarmöguleika hennar.

Hópfjármögnun getur vissulega verið góð leið í markaðssetningu, en eingöngu miðað að markhópi vörunar. Verkefnið verður að vera undirbúið með það að markmiði að ná til þess markhóps sem varan er miðuð að, en ekki til þess að ná í nýjan. Það þarf að skilja markhópinn vel, búa til áhugaverð tilboð / viðskiptatækifæri fyrir hann og sýna fram á að verkefnið sé spennandi.

Góður undibúningur felur til dæmis í sér að finna réttu hópfjármögnunarsíðuna en það eru mismunandi áherslur milli þeirra. Ákveða þarf hvað er í boði fyrir þann sem styrkir verkefnið og hvernig er hægt að fá sem mest út úr veittum stuðningi. Reynst hefur vel að undibúa gott myndband og nýta aðra miðla til að koma hópfjármögnunarverkefninu á framfæri til markhópsins.


Hentar hópfjármögnun þínu verkefni?