Styrkumsóknir

Hér á síðunni er að finna flokka yfir helstu styrki sem frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki geta mögulega nýtt sér.

Form og umfang styrkumsókna er misjafnt og er því æskilegt hafa góðan tíma í styrkumsóknir og sækja ekki um á síðustu stundu. Gott er að biðja einhvern sem er ótengdur verkefninu lesa umsóknina yfir og rýna fyrir þig. Oftast eru um samkeppnissjóði að ræða og því skiptir miklu máli að vera með skiljanlega og góða umsókn. öluverð vinna getur farið í að sækja um styrki, en góður undirbúningur er lykilatriði þess að hljóta styrk. Afar mikilvægt er að lesa vel yfir leiðbeiningar og reglur styrkjanna til að greina hvort að verkefnið eigi erindi í tiltekinn sjóð. 

Gagnlegt er að vera búinn að vinna viðskiptaáætlun áður en sótt er um styrk, þannig sýnir þú fram á að viðskiptahugmyndin sé raunhæf og að það sé rekstrargrundvöllur fyrir viðskiptahugmyndinni. Hins vegar eru einstaka sjóðir sem veita styrki til þess að vinna að viðskiptaáætlun og móta hugmyndina vel áður en sótt er um styrk.  

Þó hugmyndin sé á byrjunarstigi er nauðsynlegt að geta skýrt út hver nýjung verkefnisins er, hvaða vandamál á að leysa með vörunni og hafa greinagóða markhópalýsingu. Þetta er allt hluti af grundvallaratriðum viðskiptaáætlunar. Í sumum tilfellum þurfa að liggja fyrir ýtarlegar upplýsingar svo sem fullbúin viðskiptaáætlun og fjárhagsáætlun.

Yfirleitt er sótt um fyrir ákveðnum verkþáttum sem þurfa að vera skýrir, raunhæfir og í samræmi við það hvar verkefnið er statt á þeim tímapunkti sem sótt er um styrkinn. 

Það getur verið tímafrekt að vinna styrktarumsókn og því er afar mikilvægt að lesa vel yfir leiðbeiningar og reglur styrkjanna til að greina hvort að verkefnið eigi erindi í tiltekinn sjóð. 

Listinn er alls ekki tæmandi og eru allar ábendingar vel þegnar.