Leiðbeiningar

Framvinduskýrsla

Styrkþegar skila inn framvinduskýrslu ásamt reikningi fyrir þeim hluta styrks sem lokið er. Styrkurinn er jafnan greiddur út í tvennu lagi og oftast er helmingur upphæðar greiddur við skil á fyrri framvinduskýrslu, en síðari helmingur verður þá að lokaskýrslu. Verkefnisstjóri Impru ber saman skýrslu, umsókn og ákvörðun stjórnar/ráðherra og metur hvort tilteknum verkefnum hafi verið lokið. Athugið að ef styrkur er skilyrtur við ákveðin atriði úr umsókninni þá er mikilvægt miða skýrslugerð við þá þætti sem styrktir voru og gera grein fyrir þeim.

Í þessum skýrslum eiga m.a. að vera upplýsingar um framvindu og árangur borið saman við þær áætlanir sem fylgdu umsókninni.

Í framvinduskýrslu á að gera grein fyrir framgangi verkefnis. Gera þarf grein fyrir stöðu verkefnisins og skal miða við upplýsingar sem gefnar voru í verkáætlun.

  • Fara þarf yfir hvaða verkþáttur hefur verið unninn og hvernig var staðið að framkvæmdinni.
  • Fara þarf yfir hvaða árangur hefur náðst og hver eru næstu skref.
  • Gera þarf grein fyrir kostnaði við þá verkþætti sem unnir hafa verið og hvað fólst í þeim kostnaði.

Síðasta framvinduskýrslan verður lokaskýrsla og þarf að haka sérstaklega í þann reit. Gera þarft ítarlegri grein fyrir lokaniðurstöðu verkefnis.

  • Nauðsynlegt er að fara yfir þá verkþætti sem hafa verið unnir og hvernig var staðið að framkvæmdinni.
  • Meta þarf þann árangur sem náðst hefur í verkefninu og hverjar niðurstöður þess urðu.
  • Gera þarf grein fyrir hverju vinnan skilaði varðandi áframhaldandi framgang verkefnisins og hver verða næstu skref.
  • Gera þarf grein fyrir heildarkostnaði verkefnisins.

Æskilegt er að skýrslum sé eingöngu skilað á rafrænu formi.

Greiðsla styrks

Styrkur er greiddur út eftir framvindu verkefnis. Þegar greiða á styrkinn út skilar styrkþegi stöðuskýrslu til verkefnisstjóra. 

Nánari upplýsingar um úthlutunarferlið veitir Sigurður Steingrímsson verkefnisstjóri í síma 522 9435522 9435- Netfang: sigurdurs@nmi.is