Mennta- og menningarsjóðir

Menningarsjóðir Rannís - Rannís hefur umsjón með fjöldan af innlendum og erlendum samkeppnissjóðum tengdum menningu og listum. 

Barnamenningarsjóður - Styrkir til verkefna á sviði barnamenningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.

Miðstöð íslenkra bókmennta- Hluverk er að efla bókmenningu á Íslandi m.a. með styrkjum til útgáfu íslenskra ritverka, þýðinga erlendra bókmennta á íslensku og kynninga á íslenskum bókmenntun hér á landi og erlendis.

Creative Europe MEDIA - Kvikmyndaáætlun ESB 2014-2020

Creative Europa Menning - Menningaráætlun ESB 2014-2020

Listamannalaun - Laun og ferðastyrkir til listamanna til að efla listsköpun í landinu.

Styrkir til atvinnuleikhópa - Styrkir til einstakra verkefna eða starfssamningar til lengri tíma.

Tónlistarsjóður - Styrkir til almennrar tónlistarstarfsemi sem og kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarfólki.

Reykjavík Loftbrú - Styðja við framsækið tónlistarfólk sem er að hasla sér völl erlendis. Styrkurinn er í formi flugmiða.

Myndlistarsjóður - Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og kostun verkefna. Þannig skal stuðla að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis.

Ýlir - tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk - markmiði að styðja ungt tónlistarfólk og veita því tækifæri til að koma fram í Hörpu. Sjóðurinn styður við verkefni af ólíkum toga og vill þannig ýta undir fjölbreytt tónlistarlíf í húsinu.

Menntasjóðir Rannís - Rannís hefur umsjón með fjöldan af samkeppnissjóðum á sviði menntunar, bæði innlendra og erlendra.

Íslenskukennsla fyrir útlendinga - Veittir eru styrkir til fræðsluaðila og fyrirtækja er bjóða nám í íslensku sem ekki er hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi.

Máltæknisjóður - Styrkir til að vinna að tækniþróunar- og innviðaverkefnum á sviði íslenskrar máltækni, og styrkir til doktorsnema á því sviði.

Nýsköpunarsjóður námsmanna - Styrkir til háskóla og rannsóknarstofnana til að ráða stúdenta í grunn- og meistaranámi til sumarvinnu við rannsóknarverkefni.

Uppbyggingasjóður EES - Menntunar-, samskipta- og rannsóknastyrkir tengdri mörgum efnisflokkum.

Vinnustaðanámssjóður - Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Þróunarsjóður námsgagna - Nýsköpun, þróun, gerð og útgáfa námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.