Norrænir styrkir og stuðningsmöguleikar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt utan um verkefni sem snéri að markvissri upplýsingamiðlun um fjármögnunarleiðir innan norræns samstarfs. Markmiðið var að upplýsa og auka möguleika íslenskra fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga að sækja í samnorrænt styrkfé. Verkefnið var sett af stað sem átaksverkefni til tveggja ára og lauk 31. desember 2011. Frumkvæði að verkefninu og fjármögnun þess kom frá Norrænu ráðherranefndinni.

Verkefnisstjóri verkefnisins var Kjartan Due Nielsen. Þrátt fyrir að verkefninu sé lokið mun Kjartan svara fyrirspurnum eins og kostur er. Hafa má samband við Kjartan með því að senda tölvupóst: kjartan@nmi.is.

Hér má finna upplýsingar um styrki eftir sviðum: