Rannsókna- og nýsköpunarsjóðir

Tækniþróunarsjóður - Sjóðurinn stuðlar að því að bæta samkeppnisstöðu atvinnulífsins með því að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar og nýsköpunar. Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og háskólar. Innan sjóðsins eru nokkri ólíkir sjóðir sem styrkja verkefni á ólíkur stigum verkefna svo sem; VerkefnastyrkurFrumherjastyrkurEinkaleyfastyrkurHagnýt rannsóknarverkefniMarkaðsstyrkur og Fyrirtækjastyrkur Fræ

Máltæknisjóður -  Markmið sjóðsins er að styðja við verkefni á sviði máltækni i því skyni að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni og stuðla að notkun hennar á þeim vettvangi.

NCCS heilbrigðisrannsóknir - Norrænt samstarf sem hefur að markmiði að styrkja vísindalega þróun heilbrigðisrannsókna á öllum sviðum. Sjóðurinn styrkir norræn rannsóknaverefni sem stuðla að þekkingu á heilbrigðisþjónustu, sérstaklega með tilliti til heilbrigðis, líknandi meðferðar, fötlunar og skilningi á dauðanum.

Atvinnumál kvenna - Tilgangur verkefnis er einkum að draga úr atvinnuleysi kvenna, viðhalda byggð um landið, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og auka fjölbreytni í atvinnulífi.

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi - Sjóðurinn starfar á vegum sjávarútvegsráðuneytisins og veitir styrki til rannsóknaverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis. Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.

Orkusjóður - Sjóðurinn er eign ríkisins og ber það ábyrgð á skuldbindingum hans. Yfirumsjón með sjóðnum er í höndum iðnaðarráðherra. Orkustofnun annast daglega umsýslu Orkusjóðs.

Framleiðnisjóður lanbúnaðarins -  Tilgangur Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er styðja við atvinnuuppbyggingu sveitum landsins.  Sjóðurinn er fjármagnaður með fjárframlagi frá rikissjóði í gegnum búnaðarlagasamning. 

Vinnumálastofnun / Þróun eigin viðskiptahugmyndar - Markmið verkefnisins er að aðstoða atvinnuleitendur við að þróa viðskiptahugmynd sína með það markmið að þeir geti skapað sér eigið starf. Forsendur eru að umsækjandi sé tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins, eigi rétt á atvinnuleysisbótum og búið sé að úrskurða um bótarétt.