Samfélagssjóðir

Samfélagssjóðir eru oftast veittir af einkageiranum eða félagasamtökum. Markmið samfélagssjóða er að styrkja verkefni sem styðja við samfélagið og/eða innviði þess og verkefni sem hafa menningarlegt eða samfélagslegt gildi. 

Samfélagsjóður Rio Tinto Alcan  veitir framlög í góðgerðarskyni til samtaka, klúbba og félaga sem ekki eru rekin vegna gróðahagsmuna, samtaka sem rekin eru af öðrum en ríkinu/sveitarfélögum, annarra viðskiptasamtaka með grasrótartengingu og/eða akademískra stofnana eins og háskóla, sem öll eru opinberlega skráð sem slík.

Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittir námsstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir en afreksstyrkir annað hvert ár. Dómnefndir eru skipaðar fagfólki á hverju sviði.

Samfélagssjóður Landsvirkjunar styður við verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

Samfélagssjóður Valitor - Hlutverk sjóðsins er að styðja margvísleg menningar-, mannúðar- og samfélagsmál.

Samfélagssjóður Eflu - Markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða og er hlutverk sjóðsins að veita styrki til verðugra verkefna. EFLA styður uppbyggjandi og jákvæð verkefni í samfélaginu.

Samfélagssjóður Aloca Fjarðaráls - Stuðningur er einungis veittur frjálsum félagasamtökum eða stofnunum á Mið-Austurlandi.