Uppbyggingarsjóðir

Uppbyggingarsjóðir landsins eru samkeppnissjóðir. Sjóðirnir hafa það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutanna. 

Uppbyggingarsjóður Austurlands - sjóðurinn er samkeppnissjóður. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutans. 

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða - Uppbyggingarsjóður er hluti af Sóknaráætlunar Vestfjarða og er í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hann hefur nú tekið við hlutverki Menningarráðs Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða og veitir styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands - Uppbyggingarsjóður Suðurlands tekur við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands. Uppbyggingarsjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands og er á ábyrgð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi

Uppbyggingarsjóðursjóður SuðurnesjaTilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum.  Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður. Auglýst er opinberlega eftir umsóknum og þær metnar út frá markmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun Suðurnesja 2015-2019 og eftir reglum þessum.

Uppbygginarsjóður samtaka sveitarfélaga Norðurlands vestra - Tilgangur sjóðs er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður. Umsóknir eru metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019. 

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra - Uppbyggingarsjóður er hluti af samningi um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og tekur við hlutverki Menningarráðs Eyþings, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.