Evrópskir styrkir og samstarfsvettvangar

Hér er listi yfir ýmsa evrópska styrki. Athugið að listinn er ekki tæmandi, enda margir mismunandi möguleikar í boði. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Kjartan Due Nielsen á veffanginu kjartan@een.is

Horozon 2010 Rammaáætlun ESB (2013 - 2020) um rannsóknir, þróun og nýsköpun er helsta tól ESB til fjármögnunar rannsókna í Evrópu. Einstaklingar, fyrirtæki, háskólar, rannsóknarstofnanir og ýmis samtök á Íslandi geta tekið þátt í verkefnum innan Horizon 2020.  http://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/horizon-2020/

COSME- Samkeppnisáætlun ESB er áætlun sem miðar að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Aðalmarkmið hennar er að stuðla að samkeppnsihæfni og sjálfbærni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. 

EUREKA er samstarfsvettvangur á forsendum fyrirtækjanna. Umsóknir fara í mat heimalandanna. Tækniþróunarsjóður getur fjármagnað Eureka verkefni. Milliríkjasamstarf  40 Evrópulanda og Evrópusambandsins um tækni- og iðnþróun. Nánari upplýsingar veitir Snæbjörn Kristjánsson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (landsfulltrúi Evreka) í síma 522 9372 / 522 9372 eða á netfanginu skr@nmi.is.

COST er milliríkjasamstarf 35 COST Evrópulanda um netsamstarf á sviði vísinda- og tæknirannsókna. Nánari upplýsingar veitir Katrín Valgeirsdóttir hjá Rannís.

Evrópsk vefsíða um styrkjamöguleika LMF, lítilla og meðalstórra fyrirtækja Upplýsingar um hvar mismunandi gerðir lítilla og meðalstórra fyrirtækja geta sótt stuðning.

Erasmus for Young Entrepreneurs er skiptiprógramm á milli landa, þar sem nýir og upprennandi íslenskir frumkvöðlar geta fengið styrk til fara út og læra af reyndum frumkvöðlum sem hafa náð árangri í sínum geira. Þetta er einstakt tækifæri fyrir íslenska frumkvöðla til að öðlast reynslu erlendis, læra af reyndum frumkvöðli og stækka tengslanet sitt. Frekari upplýsingar um prógrammið má finna á heimasíðu þess, eða hafa samband við Mjöll Waldroff, mjoll@nmi.is.

Eurostar áætlunin

Eurostars er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun.

Eurostars-verkefni eru rannsóknar- og þróunarverkefni sem geta verið á hvaða tæknisviði sem er. Þau eiga að vera til almenningsnota en ekki hernaðarnota. Markmið þeirra sé þróun á nýrri vöru, ferli og þjónustu. Eurostars-verkefni eru samstarfsverkefni milli a.m.k. tveggja lögaðila frá tveim Eurostars-löndum sem taka virkan þátt í áætluninni. Auk þess er skilyrði að aðalumsækjandinn í verkefninu sé lítið eða meðalstórt fyrirtæki (LMF) sem stundar sjálft rannsóknir og þróun og sé frá einu af Eurostarslöndunum. Fjármögnun verkefnanna er að mestu leyti frá þátttökulöndunum, á Íslandi frá Tækniþróunarsjóði en ESB leggur til viðbótar "top-up" til Eurostars-áætlunarinnar.

Hlutverk þátttakendanna í verkefninu skal vera a.m.k 50% af verkþáttum verkefnisins sé unnið af þeim. Gert er ráð fyrir að nokkurt jafnræði sé með þátttakendunum og enginn einn aðili verkefnisins vinni meira en 75% af verkefninu.

Eurostars-verkefni eru unnin á forsendum fyrirtækjanna sem eru í forsvari og eru verkefnin nálægt markaði. Verkefnin geta verið að hámarki til 3ja ára og skyldi afrakstur verkefnisins sem vara eða þjónusta vera tilbúin á markað eftir 2 ár frá verkefnislokum. Undantekning frá þessu er fyrir verkefni á sviði heilbrigðistækni eða læknisfræði en þar skulu klínískar rannsóknir hefjast innan 2ja ára frá verkefnislokum.

Þau 34 lönd sem taka virkan þátt í Eurostars-áætluninni eru Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Ísland, Írland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxembúrg, Malta, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Suður Kórea, Svíþjóð, Sviss, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland.

Hámarksstuðningur til íslensks hluta Eurostars verkefnis getur orðið:
- 15 m.kr við 1 árs verkefni
- 30 m.kr við 2ja ára verkefni
- 45 m.kr við 3ja ára verkefni

Nánari upplýsingar um EUROSTARS veitir:
Snæbjörn Kristjánsson, verkfr. landsfulltrúi Eurostars og Evreka (NPC)
Rekstrarstjóri rannsókna og þróunar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands Sími:522 9372
Netfang: skr@nmi.is