COSME- Samkeppnisáætlun ESB

Competitiveness of SME - COSME er samkeppnisáætlun ESB fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.


COSME samkeppnisáætlun Evrópusambandsins er áætlun sem miðar að litlum og meðalstórum fyrirtækjum og var ýtt úr vör 1. janúar 2014. Aðalmarkmið hennar er að stuðla að samkeppnishæfni og sjálfbærni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fjárhagsáætlun hennar gerir ráð fyrir um 2.3 billjónum Evra fyrir tímabilið 2014-2020.

COSME mun leggja áherslu á eftirfarandi þætti;

  • Auðvelda aðgang að mörkuðum, bæði innan Evrópu og utan. 
  • Bæta aðgengi að fjármagni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. 
  • Vinna að bættum regluramma fyrir fyrirtæki. 
  • Efla frumkvöðlastarf og frumkvöðlaumhverfi.


Frekari upplýsingar um COSME má finna á heimasíðu áætlunarinnar, hér.


Enterprise Europe Network er starfrækt undir þessari áætlun og hefur slóðina www.een.is. Enterprise Europe Network býður litlum- og meðalstórum fyrirtækjum, háskólum og rannsóknastofnunum fjölbreytta þjónustu.

Tengiliður áætlunarinnar er Mjöll Waldorff á Evrópumiðstöð á Nýsköpunarmiðstöð, sími 522 9268 og netfang: mjoll@nmi.is

COSMOS logo