Ávinningur af klasasamstarfi

Þegar lagt er mat á hvort stofna eigi klasa þarf að skoða umhverfi og staðsetningu fyrirtækja.

Mikilvægar spurningar við greiningu á mögulegu klasasamstarfi eru:

1. Hvernig mun svæðið þróast án samstarfs eða samvinnu, það er við óbreyttar aðstæður?
2. Hvernig þróast svæðið ef viðkomandi aðilar vinna saman að tilskildum markmiðum til að auka virði allra samstarfsaðila?

Sýnt hefur verið fram á að þau svæði sem hafa valið seinni kostinn hafa oft náð samkeppnisyfirburðum á tilteknum sviðum og verulegum ávinningi fyrir þátttakendur.

Fyrirtæki fara í klasasamstarf með mismunandi markmið í huga. Þau geta verið:

  • Ný viðskipti byggð á tækniþróun.
  • Að öðlast ný markaðstækifæri.
  • Að opna fyrir aðgang að þekkingu og hæfni.
  • Að njóta hagkvæmni stærðarinnar.
  • Viðskiptavild og samstarf við birgja.
  • Að nýta hæfni og getu samstarfsaðila.