Klasar eða samstarf

Klasi er samstarfsvettvangur, oft með þátttöku margra aðila, sem hefur það markmið að ná skýrum og tilteknum árangri. Klasinn opnar fyrir tækifæri einstakra þátttakenda á sama tíma sem orðspor klasans styrkist á þeim markaði sem hann vinnur á sem síðan eykur samkeppnishæfni allra þátttakenda. Oft og tíðum eru klasar með opna félagsaðild og byggja á félagslegum þáttum til að örva útrás og frekari árangur í viðskiptum.

Hefðbundið samstarf fyrirtækja og stofnana er takmarkaðra og snýst oftar en ekki um tiltekið svið eða málefni sem grundvallast á samstarfssamningi en ekki tiltekinni framtíðarsýn.

Klasar eða samstarf