Klasastjórnun

Verkfæri

Klasastjórar gegna flóknu og ábyrgðarmiklu hlutverki. Í mörgum klasaverkefnum er hugtakið verkefnisstjóri notað yfir þann sem ber höfuðábyrgð á framþróun klasans.Verkefni klasastjóra eru fjölþætt og krefjast ákveðinnar sérþekkingar ásamt því að geta brugðið sér í ákveðin hlutverk.

Þrátt fyrir að hvert klasaverkefni sé sérstakt má greina fjóra áhersluþætti sem algengt er að samstarfið byggi á;

  • Uppbygging tengslanets
  • Að bæta samkeppnisstöðu og rannsóknir
  • Þróun og nýsköpun verkefnisins
  • Vörumerkjaþróun, markaðssetning og upplýsingaflæði

Þar sem hlutverk klasastjórans getur oft verið flókið er mikilvægt að huga að samsetningu stjórnendateymisins út frá því hvaða verkefni eru framundan. Það getur verið nauðsynlegt að mynda verkefnateymi um tiltekin verkefni og mikilvægt að þátttakendur í klasasamstarfinu séu tilbúnir til að leggja því lið ef svo ber undir.

 

Verkfæri