Klasaþróun - skref fyrir skref

Verkfæri

Það eru einkum þrjú atriði sem þátttakendur í klasasamstarfi þurfa að hafa í huga við klasaþróun sem geta um leið leitt til árangursríkara klasasamstarfs.

1. Eru hugmyndirnar af eflingu klasans og auknu virði hans raunhæfar?
2. Er fyrirhuguð uppbygging á virðisskapandi starfsemi framkvæmanleg?
3. Eru hugmyndirnar sem settar eru í forgang að skapa fyrirtækjunum viðvarandi samkeppnisforskot og eru þær sjálfbærar?

Til þess að svara framangreindum spurningum á markvissan hátt er gagnlegt að fara í gegnum tíu skref. Skrefin hafa verið lögð til grundvallar í þekkingarmiðlun á klasaþróunarstarfi sem unnið er á vegum European Foundation for Cluster Excellence. Skrefin byggja um margt á hugmyndum Micheal E. Porter varðandi samkeppniskraftagreininguna og stefnumótun til aukinnar samkeppnishæfni fyrirtækja.

Skrefin 10 eru eftirfarandi:
1. Greining kortlagning klasa
2. Viðskiptaeiningar og markhópar
3. Mat á samkeppniskröftum og hagnaðarvon
4. Framsækin kaupviðmið
5. Framtíðarstefnumótun
6. Lykilárangursþættir
7. Virðiskeðjan og umhverfi klasa
8. Samanburður við fyrirmyndarklasa
9. Mögulegir stefnuvalkostir fyrirtækja innan klasans
10. Að framkvæma stefnu klasans

Verkfæri