Rekstrarform klasa

Þegar vinna við undirbúning og stofnun klasa er komin af stað vaknar gjarnan spurning um hvaða félagsform samstarfið eða klasinn ætti að hafa. Í þessu sambandi koma nokkur félagsform til greina og í raun henta öll félagsform sem notuð eru við rekstur fyrirtækja, t.d einkahlutafélag, sameignarfélag eða samlagsfélag, en einnig önnur sem ekki eru ætluð fyrir rekstur fyrirtækja. Rekstur klasa ætti þó aldrei að vera á kennitölu einstaklings sem undirbýr eða tekur þátt í klasa. Ákvarðanir í klasa eru yfirleitt teknar af hópi einstaklinga og ábyrgð ætti því að hjá félagi en ekki einstaklingi.

Töluverð vinna og ábyrgð fylgir stofnun félags, sama í hvaða tilgangi þau eru stofnuð og því er mikilvægt að fyrir liggi vilji og áhugi stofnenda áður en lengra er haldið við stofnun félags.  

Stofnendur félags taka almennt á sig einhverja ábyrgð við stofnun þess, en sú ábyrgð er breytileg eftir því um hvaða félagsform er að ræða. Ábyrgð einstaklings í félagi getur verið bein, ótakmörkuð og óskipt á öllum skuldbindingum félagsins, þ.e.a.s. eigandi að félagi eða þátttakandi í félagi ber ábyrgð á öllum skuldbindingum viðkomandi félags með öllum eignum sínum. Ábyrgð getur líka verið takmörkuð, t.d. við stofnframlag, hlutafé,  eða tiltekið hlutfall af skuldbindingum félagsins samkvæmt stofnsamningi.

  Almennt félag Einkahlutafélag Sameignarfélag Samlagsfélag
Eigendur Tveir eða fleiri
einstaklingar eða lögaðilar.
Tveir eða fleiri
einstaklingar eða lögaðilar.
Tveir eða fleiri
einstaklingar eða lögaðilar.
Tveir eða fleiri
einstaklingar eða lögaðilar.
Ábyrgð Félagsmenn bera ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins, nema annað komi fram í stofnsamningi. Takmörkuð við hlutafé hvers og eins hluthafa. Bein, óskipt og ótakmörkuð. Félagsmenn bera allir ábyrgð á skuldbindingum félagsins með öllum eigum sínum. Einn eða fleiri bera beina, óskipta og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins með eignum sínum. Einn eða fleiri félagsmenn geta borið takmarkaða ábyrgð.
Krafa um hlutafé
eða stofnfé
Nei Já, að lágmarki 500,000 kr. Nei Nei
Ákvarðanataka Meirihluti. Framkvæmdastjóri.
Meirihluti stjórnar.
Meirihluti hluthafa.
Allir þurfa að vera sammála nema annað komi fram í stofnsamningi. Allir þurfa að vera sammála nema annað komi fram í stofnsamningi.
Skattlagning Nei. Upplýsingaskylda til RSK um tekjur og gjöld. 20% tekjuskjattur. Félagið getur verið sjálfstæður skattaðili. Ef ekki skiptist skattur niður á félagsmenn. Tekjuskattur er 36%. Félagið getur verið sjálfstæður skattaðili. Ef ekki skiptist skattur niður á félagsmenn. Tekjuskattur er 36%.
Slit Einfaldur meirihluti félagsmanna getur óskað eftir slitum. Tilkynning til fyrirtækjaskrár. Hluthafar sem ráða yfir a.m.k. 2/3 hluta geta óskað eftir slitum. Tilkynnt til hlutafélagaskrár. Félagið þarf að vera skuldlaust. Tilkynnt til Firmaskrár. Fyrir þarf að liggja samkomulag félaga eða byggt á ákvæðum stofnsamnings. Tilkynnt til Firmaskrár. Fyrir þarf að liggja samkomulag félaga eða byggt á ákvæðum stofnsamnings.