Vöxtur og alþjóðlegt samstarf

Að byggja upp tengsl milli klasa hvort sem er innanlands eða utan er lykilþáttur þegar kemur að vexti. Slíkt getur leitt til nýrra viðskiptatengsla ásamt dýrmætri tækni- og þekkingaryfirfærslu sem aftur getur stuðlað að bættri samkeppnisstöðu klasans.  Klasar sem eru að leita eftir samstarfi við aðra íslenska klasa geta leitað til Atvinnuþróunarfélaga og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eftir upplýsingum og ábendingum.

Ef leita á eftir samstarfsaðilum erlendis getur Enterprise Europe Network á Íslandi www.een.is veitt aðstoð. Einnig eru tengslanet líkt og The European Cluster Collaboration Platform http://www.cluster-excellence.eu/eccp.html og TCI network community http://www.tci-network.org/ góður vettvangur til að komast í samband við aðra klasa.