Vottun klasastjóra - hagnýt viðmið

Klasar eru að mörgu leiti flókin fyrirbrigði og breytast frá einum tíma til annars í síbreytilegu umhverfi. Öflugir klasar eru oftar en ekki uppspretta nýsköpunar og viðskiptatækifæra sem geta haft veruleg áhrif á hagvöxt einstakra svæða. Ný atvinnutækifæri, vörur og þjónusta, fyrirtæki, rannsóknar og þróunarverkefni og ný hugverk (einkaleyfi) geta verið afsprengi klasa. Fagleg klasastjórnun leiðir af sér slíka verkefni og þjónustu, með því að nýta til fullnustu getu klasans og þátttakendur hans.

Í þessu sambandi hafa fyrirmyndarklasar (e.cluster excellence) og þá sérstaklega hvernig fyrirmyndarstjórnun klasa er háttað verið leiðarljós fyrir klasastjóra og þeirra sem móta stefnur og áherslur í þessum málaflokki. Þessi staðreynd má meðal annars sjá endurspeglast í frumkvæði The European Cluster Excellence (ECEL, www.cluster-excellence.eu) og í tilmælum sem Eurpean Cluster Policy Group (www.proinno-europe.eu/ecpg) veitir.

Hvort klasi sé talinn til fyrirmyndar byggir á þremur víddum: Skilningur klasastjóra, þátttakenda og stefnumarkandi aðila á mikilvægi á aðlögun klasans að breyttum aðstæðum til að nýta tækifæri hans til fulls. Þróun á fyrirmyndar klasa er háð hagstæðum ytri aðstæðum eins og innviðum og reglugerðum, samsetning á innri samskiptum klasaþátttakenda og þeim gæðum sem stýra skipulagi klasans.

Greining á þessum þremur víddum gerir þess vegna gæfu muninn fyrir stefnu og þróun klasa til að byggja upp samkeppnihæfni klasans á alþjóðavísu.

Með því að takast á við slíka úttekt með hagnýtum viðmiðum er klasinn og stjórn hans að lýsa því yfir að hann vilji ná lengra og vinna að því að verða til fyrirmyndar hvað varðar starfshætti. Klasinn getur notað slíka viðurkenningu á margvíslegan hátt svo sem á sviði almenningstengsla, markaðssetningar o.fl. Vottunin nær yfir tvö ár en eftir það þarf að endurnýjan hana.

Vottunin veitir brons auðkennið frá European Cluster Exellence Initiative (ECEI) og tækifæri fyrir klasann að þróa sig enn frekar og fá alþjóðlega viðurkenningu fyrir fyrirmyndar klasastjórnun, meðal annars til að fá gull auðkenni frá sömu aðilum eða ECEI.

Að fá slíka gull auðkenni er sönnun þess að klasinn er til fyrirmyndar og tilbúinn til frekari umbóta með hliðsjón af viðmiðum European Foundation of Quality Management (EFQM).

Vottun klasa og auðkenni þeirra eru talinn mikilvæg í núverandi samkeppnisumhverfi þar sem litið er á klasa sem mikilvæga við hagþróun og stefnumótunar á sviði nýsköpunar og mótun starfsumhverfis fyrirtækja og frumkvöðla.

Niðurstöður úttektarinnar er hægt að nota á margvíslegan hátt, auðveldar þeim sem er annt um framþróun klasans að vinna að umbótum. Klasastjórnin getur notað niðurstöðurnar til að útskýra árangur klasans fyrir áhrifa- og hagsmunaaðilum og til að samfæra klasastjórnina til að styrkja tiltekin umbótaverkefni. Niðurstöðurnar að framangreind auðkenni, brons og gull, bæta möguleika að ná frekari fjármögnun, þar sem þær eru sönnun þess að klasinn vinnur heilsuga að umbótum og framþróun. Einnig laðar slík þátttaka nýja metnaðarfulla aðila til liðs við klasann, fyrirtæki, frumkvöðla, háskóla og rannsóknastofnanir.

Viðurkenndir vottunaraðilar á Íslandi starfa á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Nánari upplýsingar um vottunarferlið veita Dr. Hannes Ottósson hannes@nmi.is á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Þorvaldur Finnbjörnsson thorvaldur.finnbjornsson@rannis.is hjá Rannís.

Eftirtaldir klasar hafa hlotið bronsvottun: