TINC tæknihraðall í Silcon Valley

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir framúrskarandi íslenska tæknisprota í öflugt hraðalsverkefni í Silicon Valley. Hraðallinn stendur yfir í fjórar vikur. Þetta er einstakt tækifæri til að sannreyna viðskiptamódelið og möguleika vörunnar á alþjóðlegum markaði, með minni áhættu, á styttri tíma og með minni tilkostnaði. 

Fyrirtækin sem verða valin þurfa að standa undir kostnaði við ferðir og uppihald tveggja starfsmanna í fjórar vikur í Bandaríkjunum, en fá jafnframt myndarlegan styrk. Styrkurinn stendur undir sjálfu námskeiðsgjaldinu, sem er umtalsvert fyrir hvern þátttakanda. 

Nánari upplýsingar á ensku um þennan einstaka hraðal:

http://www.nordicinnovationhouse.com/tinc/more

TINC

Markmið hraðalsins er að veita tæknisprotum aðgang að þekkingu og reynslu sem gerir þeim kleift að vaxa hraðar og með minni áhættu. 

Verkefnið er aðgengilegt íslenskum, norskum, finnskum og sænskum fyrirtækjum. Þau fyrirtæki sem hafa þróað tæknilausn sem hefur þegar náð árangri á norrænum markaði, hafa náð sérstaklega góðum árangri í gegn um TINC – “fyrirtæki sem hafa þegar nokkra reynslu og eru tilbúin fyrir stærri skref”.

TINC er verkefni Innovation Norway upphaflega þróað í samstarfi við norsk tæknifyrirtæki, fjárfesta og tengslanet sérfræðinga í Silicon Valley.

Hraðallinn - hvað er í boði?

 • Aðgengi að samfélagi fyrirtækja og tengslaneti Nordic Innovation House í Silicon Valley 
 • Aðgengi að væntanlegum viðskiptavinum, hluthöfum og fjárfestum 
 • Tækifæri til að staðreyna tækni og viðskiptahugmynd á  kröfuhörðum (harðasta…) alþjóðlega samkeppnismarkaði 
 • Aðgengi að mentorum úr smiðju Innovation Norge, Vinnova og Team Finland og tengslanet þessara aðila í Silicon Valley 
 • Þjálfun og þekkingarmiðlun
 • Tækifæri til að byggja upp tengslanet
 • Skipulagðir fundir, ráðstefnur og viðburðir

Erum við að leita  að þér og þínu fyrirtæki?

Heppilegur umsækjandi þarf að uppfylla ákveðin skilyrði

 • Tæknisproti sem vinnur að heppilegri lausn á raunverulegu vandamáli
 • Miklir vaxtamöguleikar: Leitað er að lausn sem hefur mikil og stór markaðstækifæri. 
 • Frumkvöðlagen: Þið eruð áköf, tilbúin að læra meira, getið sýnt auðmýkt, en eruð fær um að hrinda hlutum í framkvæmd.
 • Stjórnendur eða stofnendur: Lagt er til að tveir starfsmenn komi frá hverju fyrirtæki. 
 • Lausnin ykkar er á uppleið og hefur þegar náð markaðstengingu. 
 • Vara sem unnið er með: Að minnsta kosti demo eða frumgerð vöru.
 • Sterk ástæðu til að vera með: Sterk löngun til að einhenda sér í Silocon Valley til að læra og tengjast samstarfsaðilum, viðskiptavinum og fjárfestum. Löngun til að byggja upp varanleg og sterk sambönd og/eða finna sér góðan lendingarstað í Bandaríkjunum. 
 • Tími: Hefur tíma til að senda tvo starfsmenn í þetta verkefni í fjórar vikur. 
 • Fjármál: Fyrirtækið stendur vel fjárhagslega og er í góðri stöðu til að fylgja vörunni eða hugmyndinni eftir að loknu námskeiðinu. 
 • Varan eða þjónustan hefur algera sérstöðu á markaði. 

Umsóknafrestur er til 22. maí. 

Umsókn má nálgast hér

Dagsetningar fyrir hraðallinn:
"Kick off" í Osló 7.-8. september
4 vikna hraðall í Silcon Valley 16. október - 10. nóvember.  

Tvö íslensk fyrirtæki fóru í október til Silicon Valley í gegnum TINC hraðalinn. Þeir Trausti Harðarson hjá Huxun og Davíð Örn Símonarson hjá Watchbox höfðu þetta að segja um ferðina.  

Trausti Harðarson hjá Huxun: "Að taka þátt í viðskiptahraðli TINC í Silicon Valley er eins og að vera komin í viðskiptahraðal á sterum, sérfræðingar sérfræðinganna í skölun og sókn á alþjóðlegan markað, ögra þér og þinni vöru stöðugt í 30 daga, þú einfaldlega verður að hlaupa hraðar. Þetta er auðvitað einstakt tækifæri til að læra af þeim færustu. Þetta er í raun hraðkennsla í því hvernig á að sækja með hugbúnaðarlausnir á bandarískan og alþjóðlegan markað".
http://nmi.is/frettir/2016/10/islensk-fyrirtaeki-i-silicon-valley-i/

Davíð Örn Símonarson hjá frumkvöðlafyrirtækinu Watchbox: „Við bindum miklar vonir við að TINC hraðallinn auki tengslanetið okkar til muna í Silicon Valley. Þetta verður í þriðja sinn sem við förum þangað út í tvo eða fleiri mánuði og vitum við því hvað tengslanetið þar skiptir rosalega miklu máli. Á sama tíma mun hraðallinn auðvelda okkar leið að nýjum kúnnum sem og að koma á fundum með bandarískum fjárfestingarsjóðum".

http://nmi.is/frettir/2016/10/islensk-fyrirtaeki-i-silicon-valley-ii/