Vöxtur og vöruþróun

Þegar reksturinn er kominn vel af stað þarftu að fara að huga að áframhaldandi þróun, auknu fjármagni og /eða útflutningi, allt til að stuðla að vexti fyrirtækisins.

Mikilvægt er að velta fyrir sér hvernig reksturinn geti vaxið. Þú getur velt fyrir þér hverjar væntingar þínar eru til rekstursins, hvort þú búir yfir þeim auðlindum sem þarf til að láta reksturinn vaxa og þá hversu mikil umsvifin geta orðið.

Þar sem íslenskur markaður er afar takmarkaður vegna smæð sinnar, horfa mörg fyrirtæki á vaxtarmöguleika á erlendum markaði. Stundum má greina ný tækifæri innan fyrirtækisins, til dæmis með því að nýta fyrirliggjandi gögn sem safnað hefur verið í kringum reksturinn.