Að vaxa

Ef þú hefur væntingar til fyrirtækis þíns þá þarf það að vaxa. Væntingarnar geta verið margar og af mismunandi toga: 

  • Þú vilt ná árangri í viðskiptum, verða þekktur innan þíns bransa og skapa eitthvað sem gefur af sér peninga, skapar vinnu og er til góðs fyrir þína byggð.
  • Þú vilt reka fyrirtæki sem sér þér og fjölskyldu þinni fyrir launum, eitthvað sem börnin geta síðan tekið við og fjölskyldan getur starfað við.
  • Þú vilt koma á fót stóru fyrirtæki sem gefur af sér góðan arð, koma því á markað og selja það.

Að ráða við vöxtinn

Hver svo sem ástæðan þín er fyrir því að láta fyrirtæki þitt vaxa þá er margt sammerkt með því að láta fyrirtæki vaxa og að stofna fyrirtæki.

Eftir því sem fyrirtækið þitt vex þá er líklegt að það þurfi fleiri en einn til að stjórna fyrirtækinu. Stjórnun og uppbygging fyrirtækisins þarf að vera í höndum fleiri aðila en þín sjálfs, t.d. með því að fá starfsmenn til að sjá um afmarkaða hluta rekstursins eins og t.d. fjármál, sölu- og markaðsmál o.fl.

Eftir því sem reksturinn vex er mikilvægt að stuðningsumhverfi fyrirtækisins geri það einnig. Ráðgjafar þínir þurfa að vera hæfir til að koma fyrirtækinu áfram. Mikilvægt er að stuðning sé einnig að finna innan fyrirtækisins, t.d. frá stjórnarmönnum.

Eftir því sem fleiri eru þátttakendur í rekstri fyrirtækisins verður þú að huga að uppbyggingu þess og sjá til þess að árangur náist. Þú þarft að hafa góða stjórnendur með þér og einnig þarftu að hugsa fyrir því hvernig þú ætlar að hvetja starfsfólkið áfram.

Með breyttum tímum koma breyttar þarfir og ljóst er að vöxtur fyrirtækisins kemur til með gera miklar kröfur til þín. Sem stofnandi fyrirtækisins er hlutverk þitt að leiða þessar breytingar og mikilvægt er að missa ekki sjónar af upphaflegu sýninni - uppskriftinni sem gerði fyrirtækið að því sem það er í dag.