Sala reksturs

Ef til vill kemur sá tími að þú viljir selja reksturinn af einhverjum ástæðum.  Þá þarf að huga að ýmsu og sjá með hvaða hætti skuli standa að sölunni og hvernig verðmat  fyrirtækis fer fram.

Gott er að huga að eftirfarandi þáttum í söluferlinu:

  • Eru bókhaldsgögn/ársreikningar tilbúin?
  • Er ferli þjónustu/framleiðslu vel skilgreint?
  • Þarfnast viðskiptaáætlun uppfærslu?
  • Eru einhverjir  mikilvægir samningar komnir á tíma sem gætu skipt kaupanda máli?
  • Eru einhverjir mikilvægir samningar í nánd sem gæti verið gott að ganga frá fyrir sölu?
  • Fylgja viðskiptasambönd með í kaupunum?