Stefnumótun í vexti

Góður undirbúningur og áætlanir eru lykilatriði í farsælum rekstri til farsælum rekstri. Nauðsynlegt er að endurskoða viðskiptaáætlunina með reglulegu millibili, hvort sem þú ætlar þér að auka umsvif reksturs eða halda honum stöðugum.

Með því að endurskoða viðskiptaáætlunina reglulega fylgist þú með því hvort þú ætlar að auka umsvif rekstrarins eða halda honum stöðugum. Viðskiptaáætlun nýtist til þess að skoða hvort þú sért á réttri leið eða hvernig bregðast skal við til að ná settum markmiðum.

Business Model Canvas getur til nýst vel í þessu samhengi en með þeirri aðferð getur þú fylgst með helstu burðarstólpum fyrirtækisins á einu bretti. Til dæmis er hægt að fylgst með því hvort leggja þurfi meiri þunga á einhvern einn hluta fyrirtækisins á ákveðnum tímabili.

Allir helstu lykilstarfsmenn ættu að taka þátt í reglulegri endurskoðun fyrirtækisins, því ef þér yfirsést eitthvað atriði er líklegra að einhver annar taki eftir því. Starfsmenn sem fá tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun eru mun líklegri til þess að vera árangursdrifnir og öflugir liðsmenn fyrirtækisins. Með þessari aðferð skapast samtal innan fyrirtækisins og yfirsýn starfsmanna milli deilda verður betri.   


Þarftu að endurskoða viðskiptaáætlunina?