/media/335356/screen_shot_2016-09-05_at_09.38.53.png


Verkstjórn

Stjórnendanám í 100% fjarnámi

Verkstjórn er fyrir starfandi og verðandi verkstjóra til þess að auka faglega og hagnýta þekkingu.

Með þessu námi öðlast þú:

  • Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
  • Aukið sjálfstraust
  • Meiri starfsánægju
  • Aukin tækifæri á vinnumarkaði

Um námið:

  • Farið er yfir stjórnun, verkstýringu og mannaforráð  
  • Á þínum forsendum og þínum tíma
  • Styrkhæft hjá fræðslusjóðum
  • Eina sem þarf er aðgangur að tölvu og Interneti

Námið er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Verkstjórasambands Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Starfsmenntasjóðs VSSÍ og SA.

Smelltu hér - því hér getur þú fyllt út umsókn og skráð þig til leiks í Verk- og stjórnendanám á næstu önn.

Ummæli nemenda um námið

Ewa3Frábært nám sem ég get hiklaust mælt með. Námið nýtist vel í starfi og ég tel að námið hafi bætt mig og breytt mér sem stjórnanda. Kennsluefnið sem farið er yfir er áhugavert og fróðlegt og kennararnir frábærir. Verk-og stjórnenda námið hefur nú þegar gefið mér ný tækifæri í starfi.
Ewa Jadwiga Wasilewska, ræstistjóri hjá IGS

 

Margret _Ey

"Það sem mér finnst standa upp úr í náminu er hversu skemmtilegt það er. Margt af því sem nú er búið að kenna hefur fengið mig til að hugsa á annan hátt um starfið mitt en áður.  Námið hefur fært mér meiri þekkingu á starfstengdum þáttum en ég átti von á. Verk- og stjórnendanámið hefur nú þegar skapað mér ný tækifæri í starfi."
Margrét Eysteinsdóttir, starfar hjá Laxi Seafood ehf.


Valdimary„Þar sem ég hef ekki setið á skólabekk lengi, kom á óvart hversu fljótt ég náði tökum á námsefninu en fjarnámið er vel skipulagt. Ég fann að sjálfstraustið jókst í vinnunni og ég fór fljótlega að nýta mér þekkingu úr námsefninu. Nú hefur stressið minnkað og afköst aukist vegna betri ákvarðana.“
Valdimar Örn Matthíasson, framleiðslustjóri hjá Hafið fiskverslun

 


Grandi„Ég tel að námið hafi bætt mig sem stjórnanda. Það er gott að horfa út fyrir vinnustaðinn og skiptast á skoðunum við aðra sem eru í svipaðri stöðu og maður sjálfur. Í dag á ég betri og markvissari samskipti við samstarfsfólk mitt.“   
Jón Magnús Guðmundsson, verkstjóri hjá HB Granda