Kennarar í lotu 1

Þórður S. Óskarsson

ThordurÞórður er framkvæmdastjóri Intellecta. Hann leiðir mannauðsráðgjöf Intellecta og sér um ráðningar stjórnenda og lykilstarfsmanna. Þórður hefur víðtæka reynslu sem ráðgjafi en hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá KPMG og Norðuráli, starfsmannastjóri hjá Eimskip og ráðgjafi hjá City of New York og Sameinuðu þjóðunum í NY. Þórður er með Ph.D. í vinnu- og skipulagssálfræði.
 

Steinunn Ketilsdóttir  

SteinunnSteinunn er með M.Sc í viðskiptafræði, árangursstjórnun frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku síðan 2005. Hún vann lokaritgerð með Hafnarfjarðarbæ um árangursstjórnun og eftir útskrift sem stjórnunarráðgjafi hjá Intellecta. Síðar starfaði hún sem mannauðsstjóri hjá HRV Engineering og sem framkvæmdastjóri Volcano Warmers en fyrirtækið framleiðir hitahlífar úr íslenskri ull fyrir stoðkerfisvanda. Steinunn grípur enn í verkefni hjá Intellecta samhliða. 

Auðbjörg Björnsdóttir     

Audbjorg

Auðbjörg er Ph.D í kennslufræði frá Háskólanum í Minnesota og starfar sem verkefnastjóri við Háskólann á Akureyri. Auðbjörg er sérstakur ráðgjafi við uppsetningu og framsetningu námsefnis í kennslukerfinu Moodle.
Jón Ólafsson

JonolafsJón lauk doktorsgráðu í heimspeki frá Columbia háskóla í Bandaríkjunum 1999. Síðan hann lauk námi hefur hann starfað við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og ReykjavíkurAkademíuna. Hann er nú prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fjallað um siðfræði í stjórnmálum og atvinnulífi í fjölmiðlum og birt greinar um siðfræði og stjórnmálaheimspeki.
 

Guðlaug María Bjarnadóttir

Kennari 4bGuðlaug María er leikkona og kennari við Borgarholtsskóla og hefur mikla reynslu sem kennari í þjálfun nemanda í tjáningu, framsögn efnis og framsetningu ritaðs texta.

 

 
 

Guðný María Jónsdóttir

Kennari5Guðný María er leikstjóri og  kennari  við Borgarholtsskóla. Hún býr yfir mikilli reynslu sem kennari í þjálfun nemanda í tjáningu, framsögn efnis og framsetningu ritaðs texta. Guðný María mun, ásamt Guðlaugu sjá um áfanga 1.5.

 

 

Kennarar í lotu 2 

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor 

GylfiGylfi Dalmann hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu m.a. verið ráðgjafi í ráðningarmálum hjá Hagvangi, fræðslustjóri hjá VR og komið að ótal verkefnum og rannsóknum fyrir atvinnulífið. Gylfi Dalmann er með M.A gráðu í vinnumarkaðsfræðum frá University of Warwick og hefur verið lektor við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ síðan árið 2000.

 

Hildur Friðriksdóttir

HildurHildur er mannauðsráðgjafi. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur meðal annars unnið sem sérfræðingur hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði við þróunarvinnu á vegum aðila atvinnulífsins, var áður forstöðumaður Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala, verkefnastjóri fullorðinsfræðslu í verslunarfagnámi hjá Verslunarskóla Íslands. Einnig vann hún sem blaðamaður á Morgunblaðinu í rúm tíu ár og hefur stýrt og unnið við ýmis verkefni fyrir atvinnulífið. Hildur lauk M.A.-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og lagði áherslu á vinnuvernd og andlega og félagslega áhættuþætti. Hún hefur komið að mörgum rannsóknum á heilsu, líðan og vinnuumhverfi hjá mismunandi starfshópum í samvinnu við Vinnueftirlitið og Háskóla Íslands.

Svava Jónsdóttir

SvavaSvava hefur sinnt ýmsum stjórnunar- og ráðgjafastörfum á sviði heilsu- og vinnuverndar, öryggismála, starfsendurhæfingar og mannauðsstjórnunar, bæði hjá opinberum aðilum og einkareknum fyrirtækjum. Hún starfar nú hjá Vinnueftirlitinu sem sviðsstjóri. Svava Jónsdóttir lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1984.  Hún tók starfsmannaheilsuvernd sem framhaldsmenntun við Arbetslivsinstitutet og Hälsohögskolan í Stokkhólmi. Hún er með Diplómapróf í verkefnastjórnun og mannauðsstjórnun. 

Svala Guðmundsdóttir

KennariSvala hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en auk þess hefur hún framkvæmt fjölmargar rannsóknir. Hún er lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands í áföngum um  mannauðsstjórnun og breytingastjórnun í grunnnámi og meistaranámi skólans.  Svala er með Ph.D í Organization and Management, Human Resource Management frá Capella Univeristy.
 

Þórhallur Örn Guðlaugsson

Kennari7Hann hefur víðtæka reynslu af vinnumarkaðinum en bakgrunnur hans er bæði í raunvísindum sem og félags- og hugvísindum. Þórhallur hefur verið í fullu starfi á vinnumarkaði frá 1977 en nú í seinni tíð hefur háskólakennsla og rannsóknir verið hans aðalstarf.  Þórhallur hefur Ph.D próf og er dósent við Háskóla Íslands og kennir markaðsfræði og þjónustustjórnun.
 

Eðvald Möller

EdvaldEðvald  hefur unnið sem ráðgjafi með íslensku og erlendu atvinnulífi og komið að verkefnum á sviði verkefnastjórnunar, vörustjórnunar, áætlunargerðar og hönnun rekstrar- og bestunarlíkana fyrir fyrirtæki og stofnanir. Eðvald hefur skrifað nokkrar bækur eins og Handbók viðskiptamannsins og Verkefnastjórnun.  Eðvald er með M.Sc. í iðnaðar- og rekstrarverkfræði, MBA gráðu í stjórnun, rekstri og fjármálum fyrirtækja. 
 

Jón Rúnar Pálsson

Jon1Jón Rúnar er hæstaréttarlögmaður og starfar hjá Samtökum atvinnulífsins en hann hefur áratuga reynslu af málum tengdum aðilum vinnumarkaðsins. Jón Rúnar hefur lögfræðipróf frá Háskóla Íslands.

 

 

Kennarar í lotu 3

Ögmundur Knútsson

OgmundurÖgmundur er Ph.D. frá Viðskiptadeild Háskólans í Edinborg með megin áherslu á stjórnun og samstarf fyrirtækja.  Ögmundur starfar sem forseti viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri og hefur víðtæka reynslu í ráðgjöf og kennslu.

 

 

Arnheiður  Eyþórsdóttir

ArnheidurArnheiður er með Ph.D nám í lyfjavísindum frá Lyfjafræðideild HÍ.  Hún hefur mikla reynslu í kennslu á öllum stigum skólanáms og hefur um langan tíma kennt fjarnám.  Hún hefur jafnframt komið að mörgum rannsóknarverkefnum.

 

 


Smári S. Sigurðsson

Smari

Smári er með B.Sc í rekstrartæknifræði frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum, Danmörku og M.Sc stjórnun, nýsköpun og frumkvöðlafræði, frá Háskólanum í Stirling, Skotlandi.  Smári hefur mikla reynslu í kennslu, stjórnun, ráðgjöf  á sviði framleiðslu- og gæðastjórnunar. Hann hefur komið að margvíslegum rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði skapandi greina, straumlínustjórnunar, útvistunar verkefna og netsamstarfi fyrirtækja.

 

Kennarar í lotu 4

Haukur Skúlason

HaukurHaukur Skúlason hefur m.a. starfað á fjármálamarkaði síðan 2005 og er með B.A gráðu í ensku., B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og MBA gráðu frá Rice University í Bandaríkjunum. Hann starfar í dag sem fjármálastjóri Móbergs ehf., og starfaði áður hjá Íslandssjóðum og Íslandsbanka. Samhliða störfum hefur hann einnig kennt fjölmörg námskeið á sviði fjármála.

 

Kennarar í lotu 5

Þórður Sverrisson

Thordur _SÞórður hefur Cand.Merc.í rekstrarhagfræði frá viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslandsog hans sérsvið eru Stefnumótun, skipulag og stjórnun, markaðsmál. Þórður er hópstjóri í stefnumótunarhópi Capacent. Hefur starfað við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags og stjórnunar, og markaðsmála í 19 ár, en var áður m.a. markaðsstjóri Íslandsbanka fyrstu fimm ár bankans. Hefur áralanga og fjölbreytta reynslu á þessu sviði, en er auk þess aðjúnkt í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Árið 2013 gaf Þórður út bókina Forskot, sem er fyrsta bókin á íslensku sem tekur á heildstæðan hátt á lykilviðfangsefnum í stjórnun fyrirtækja þ.e. stefnumótun og framtíðarsýn, skipulagi og stjórnun og margvíslegum viðfangsefnum í markaðsstarfi.

 

Sérstakir ráðgjafar við uppsetningu og framsetningu námsefnis í kennslukerfinu Moodle:

Auðbjörg Björnsdóttir     

AudbjorgAuðbjörg er Ph.D í kennslufræði frá Háskólanum í Minnesota og starfar sem verkefnastjóri við Háskólann á Akureyri.

  

Margrét Rósa Sigurðardóttir

Kennari7Margrét Rósa er framhaldsskólakennari og verkefnastjóri námsþings hjá Borgarholtsskóla. Hún hefur mikla reynslu af verkmenntakennslu í útlitshönnun lesefnis og sér um þjálfun kennara í notkun á Moodle- kennslukerfinu.